Mótmælastand og kettlingar...

  Usss... svona lagað hefur ekkert að segja - nema smá tafir örstutta stund og svo allt búið. Nær væri að bílstjórar stórra trukka tækju sig nú til og leggðu trukkum sínum um allar bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og blokkuðu þær svo ekki væri hægt að kaupa bensín - þá fyrst yrði allt vitlaust og einhver færi að taka mótmælin alvarlega! En svona er þetta alltaf á Íslandi, við kunnum ekki að mótmæla þannig að tekið sé eftir því og þannig að mótmælin hafi raunverulega einhver áhrif.

  Viti menn... kisan mín eignaðist 5 litla kettlinga í morgun. Hún var búin að vera kvartandi í mér í alla nótt, sækjandi mig og böggandi með mjálmi og viðkvæmni. Klukkan átta í morgun kom fyrsti kettlingurinn, næsti klukkutíma seinna - og síðasti kom klukkan ellefu. Ohhh... tvö ár síðan ég leyði henni síðast að eiga og mar búinn að gleyma því hve miklar rúsínur þetta eru... nú taka við fjórar vikur á spena svo fjórar vikur útum allt hús - og svo læt ég þá fara á ný heimili, nema einn sem ég leyfi henni að hafa hjá sér þar til hún sjálf rekur hann burt. Ef einhver er að spá í að fá sér kisu eða veit um einhvern sem vill fá kisu - eftir sirka ein og hálfan til tvo mánuði - þá endilega benda þeim á mig sko.. hehehe. Knús í daginn ykkar allra!


mbl.is Vegi lokað við Rauðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með litlu krúsidúllurnar, Æ þeir eru svo sætir svona nýfæddir.
Átti einu sinni kisu, en pabba var svo illa við kisur að það varð að gefa hana
en við fengum að eiga hundana 1 Scheffer og einn Íslenskan það var yndislegt
og ennþá er ég með hund.
   Thumbs Up
Já sko er alveg til í róttækar aðgerðir og hafa gaman af því.  

Have A Nice Day



Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.3.2008 kl. 14:48

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.3.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið rétt, má alveg vera róttækara !

Ertu orðinn afi, til hamingju

Jónína Dúadóttir, 28.3.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Brynja skordal

Til hamingju með litlu kettlingana áttu ekki mynd af kisumömmu og kettlingunum handa okkur væri svo gaman að fá að sjá hafðu góða helgi

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 17:12

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til hamingju með kisubörnin 5, þeir eru svo miklar dúllur svona glænýir ég væri alveg til í einn......................en ég held að það séu komin næg dýr á þetta heimili!

Huld S. Ringsted, 28.3.2008 kl. 17:35

6 Smámynd: Tiger

  Ójá, róttækar aðgerðir og kettlingafjör ...

Milla mín: ég hef víst aldrei verið mikill hundamaður en finnst hundar þó vera yndislegir, sérstaklega íslenski fjárhundurinn held ég að hann sé kallaður...

Linda Linnet: Right back to you sweety ..

Jónína pokakeddlingaramma: Sko, ég fékk ekki að vera amma í friði svo mar verður bara að snúa sér að næsta hlutverki og vona að pokakerlingar úr næstu bæjarfélögum ræni mann ekki hlutverkinu sko.. *flaut*... og knús!

Brynja skordal: takk ljúfust, jú ég á mynd af kisumömmu og þegar kettlingarnir eru farnir að skoppa aðeins um og stálpast þá tek ég myndir og sendi hingað til að leyfa ykkur að sjá krúttmolana.. Knús á ykkur..

Tiger, 28.3.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: Tiger

  Huld mín .. já maður getur lengi á sig kisum bætt - en auðvitað má maður ekki yfirfylla allt hjá sér. Heilmikið batterí að vera með gæludýr, hvað þá ef maður er kominn með of mikið af þeim sko... Knús á þig skottið mitt.

Tiger, 28.3.2008 kl. 17:44

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég mótmæli þessum mótmælum við þessum mótmælum, en er sammála bensínstöðvarhugmyndinni.

Annars samúðast ég & öfundast í senn af katt-afaskap þínum.

Snúllur.

Steingrímur Helgason, 28.3.2008 kl. 18:48

9 Smámynd: Tiger

  ég er að verða of seinn í heita pottinn ... grrrr!

Steini minn.. held að þú sért nú eiginlega meiri kisa heldur en læðan mín - allavega langar mig alltaf til að knúsa þig þegar ég sé þig, en það langar mig ekkert til að gera við kisuna mína, þannig séð... Knús púddledúddle.

Tiger, 28.3.2008 kl. 18:53

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Þið eruð æði........En til lukku með krúslurnar

Solla Guðjóns, 28.3.2008 kl. 19:35

11 Smámynd: Ragnheiður

Nei sko afi..til hamingju með kettlingana..ég er óttaleg kattakelling en er með hunda núna.

Ragnheiður , 28.3.2008 kl. 19:38

12 identicon

Þessi bensínstöðvahugmynd þín er stórkostleg!!!!  Þarna hittir þú nálina í vömbina, látum þetta bertast um allt!!!

Kisukrútt ... ... viltu lofa að taka margar myndir til að sýna okkur! .... ohhh svona litlir sætir kettlingar ... ég bráðna alveg niður í litlu stelpuna sem ég var einu sinni .... laaaangar svo í kiiiisuuuuu ...   Til hamingju afakrútt

Helgarknús ...

Maddý (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 22:16

13 Smámynd: Tiger

  Ójá.. það væri nú sniðugt að hætta bara að kaupa bensín í eins og einn eða tvo daga, það myndi svínvirka hugsa ég..

Ollasak: Takk sömó dúllan mín ...

Ragnheiður mín: Woffar eru nú líka yndislegir og bara gaman af þeim, en ég myndi ekki nenna að vera með þá því það þarf aðhugsa svo mikið um þá þessar elskur.. :)

Maddy mín: Iss.. ekki bráðna of mikið því þú ert nú þegar lítið stelpuskott - viljum nú ekki setja þig alveg niður í bleyju sko!! Ég skal taka fulltaf myndum þegar þeir eru búnir að opna augun og eru farnir að trýtla pínulítið um.. Knúserí..

Helga Vald: Takk ljúfust og bara mikið velkomin aftur! Hún er mín megin ánægjan elskulegust að hafa þig með mínum yndislegu bloggvinum! Velkomin aftur bara..

Tiger, 29.3.2008 kl. 01:07

14 Smámynd: Helga skjol

ÚHHH til hamingju með litlu afa börnin,það leikur einmitt grunur um að ég sé að verða margföld amma á næstuni ef það reynist rétt að hún sé kettlingafull hjá mér.

Knús á þig inní helgina

Helga skjol, 29.3.2008 kl. 09:11

15 identicon

Sæll afi :)

Til lukku með fjölgunina!

kveðja

ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 14:02

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Til hamingju með kettlingana. Auðvitað langar mig í kettling - en er að halda aftur af mér í dýrahaldi !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.3.2008 kl. 15:38

17 identicon

Til hamingju með afabörnin elsku vinur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:28

18 Smámynd: Tiger

  Jibbýjarírey... engar andvökunætur hérna sko!

Helga skjol: Úhúú.. fjölgun í fjölskyldum er alltaf skemmtileg, jafnvel þó það séu 5 - 6 burar sem flæða yfir mann.. knús í þinn dag ljúfan.

Ofurskutlan: Takk sweetypie, kveðja og knús til baka.

Jóhanna M & V: Uss, já maður ætti að passa sig svo maður endi ekki eins og Guðrún Á. Símonar kattakona með meiru.. aðhald er í fínu lagi sko!

Guðrún B.: Ljósið mitt - mitt bleika ský - takk ljúfust og kveðja í Eyjar í norður.

Tiger, 30.3.2008 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband