Úr einu - í annað - og aftur til baka, þannig séð.

  Það er svo margt sem truflar rólegar taugar okkar þannig að taugaflækjur eru orðnar daglegt brauð. Það er endalaust hægt að finna eitthvað í þjóðfélaginu til að kvæsa yfir, pirra sig á. En er það til nokkurs? Ekki þýðir að mótmæla dómum á Íslandi, engin hlustar á okkur. Ekki þýðir að kvarta yfir háu vöruverði eða háu verði á bensíni og dísel, ekki hlusta olíufélögin á okkur. Það myndi engin taka eftir því þó við mótmælum með söfnun undirskrifta á lista vegna kulda á Íslandi, ekki hlusta veðurguðirnir neitt frekar en þeir sem telja sig guði á öðrum vettvangi...

  Ég skil vel að Lögreglumenn séu hneykslaðir og reiðir. Litháísku bavíanarnir sem réðust á þá á Laugarveginum sluppu með smá flengingu og orðsendingu um að haga sér betur næst - út með ykkur óþekktirnar ykkar og verið góðir við löggimann næst. Ljótu skilaboðin sem löggjafinn er að senda erlendis svo glæpamenn geti farið að skipuleggja ferðir hingað, þar sem berja og kýla má lögin án þess að fá svo mikið sem sekt, bara flengingu og kannski nokkra daga á skilorði. Það þýðir engin refsing í raun. Bíddu, halló - er ekki hellings sekt bara fyrir að taka húfuna af löggunni? Ómæ... næst þegar þú ert í stuði skaltu kýla lögreglumann frekar en að reyna að ná húfunni af henni - þú sleppur betur frá því eru skilaboðin frá löggjafanum. Þú skalt líka sparka nokkrum sinnum í hausinn á löggunni á meðan hún liggur - eftir kjaftshöggið - en passaðu þig á því að húfan detti ekki af löggunni - því þá lendir þú í vandræðum. Halló krakkar, hvað er að hérna?

  Ekkert þýðir fyrir landann að hlaupa til og safna fólki saman á mótmælalista - því engin tekur við svoleiðis pappírum í dag og engin les slíkt listaverk. Kannski væri það eina rétta að safnast saman fyrir framan alþingishúsið - helst nokkur þúsund - með mikið af grænmeti og eggjum og grýta því í húsið, jafnvel sparka smá í steypuna og gefa húsinu utanundir með flötum lófa. Það myndi að vísu þýða að maður fengi á sig þungan dóm og miklar sektir, engin skal ráðast á steinsteypt hús sem kallast Alþingishúsið - jafnvel ekki þó innan þess grasseri spilling og handónýtur löggjafi. Löggjafi sem ber hagsmuni glæpamanna fyrir brjósti og sér til að þeir sleppi vel frá hinum ótrúlegustu glæpum, svo framalega sem þeir ekki rífa húfur af löggælsunni. Hugsanlega væri betra að ráðast á löggu eða tvær, en mun þó að passa uppá húfurnar þeirra.

  Var að heyra af því að díselolía væri orðin jafnhá eða hærri í verði en bensín, er eitthvað gruggugt í gangi? Er ekki díselolía mun vistvænni en bensínið? Væri ekki sniðugt að ríkið tæki uppá því að bretta upp ermarnar örlítið og fara að vinna að því sem þykir vistvænt og gott, t.d. með því að lækka tolla/skatta af olíunni...? Ég hefði haldið að það væri ljúfari kostur að láta fólk kaupa og keyra díselbíla frekar en bensínbíla - en kannski hef ég ekki fylgst nógu vel með - enda oftast labbandi eða hjólandi.

  Hey, datt allt í einu eitt í hug - langaði til að kasta því hingað. Eru þeir sem haldnir eru fordómum með svona "hestablöðkur" á báðum hliðum vanga sinna? Þið vitið, svona til að það sé ekki hægt að horfa nema bara beint áfram... Stundum er nefnilega ekki hægt að rökræða við þá sem bera mikla fordóma, þeir vaða bara beint áfram á vegi fordóma sinna án þess að geta á neinn hátt skilið viðhorf þeirra sem ekki eru á sama máli og þeir. Svo saka þeir mann fyrir að kunna ekki að rökræða - bara vegna þess að maður er ekki sammála þeim. Þeir sem eru illa haldnir í trú sinni á eitt eða annað, bullandi fastir í sínum skurði - sjá ekkert annað en það sem þeir vilja og telja það hinn eina heilaga sannleik. Ef maður blakar smá í þá með annarri skoðun - sem er jú manns eigin skoðun - þá er maður algerlega bara á villuvegi, alveg út úr korti - að þeirra mati. Þeirra fordómafulla skoðun er sú eina rétta og mín skoðun er kolröng fyrst hún er ekki eins og þeirra. Er einhver ein skoðun eða eitt álit réttara en annað? Erum við ekki öll með okkar trú, okkar álit og skoðun - og engin ein endilega sú fullkomnasta - nema kannski fyrir okkur? Þurfa fordómafullar manneskjur endilega að reyna að fá okkur til að vera sammála og samþykkja þeirra fordóma, annars erum við bæði röklaus og hreint bara vitlaust? ... úff ætla ekki að kalla neinn sauðheimskan - það væru fordómar á blessaðan íslenska sauðinn að líkja honum við fordómafulla manneskju.

  Jæja, ég er farinn að skoða ískápinn minn - ætla að sjá hve mikið af grænmeti og tómötum ég á. Kötturinn var hérna rétt áðan, ætla að kasta tómötum í hann til að æfa mig fyrir næsta mótmælatómatakast. Svo þegar ég er búinn að útata köttinn fer ég niður í leikhús, ætla að kíkja á bakvið tjöldin og kasta tómötum í Landspabba sem situr þar ætíð með taumana í klónum, kannski ég eyði nokkrum tómötum líka í Villa REI ef hann situr við hægri hendi Davíðs.

  Knús á ykkur öll í nóttina - munið - tómatastríð í mótmælaskógi um helgina, aðalhlutverk - Landspabbi og löggjafinn, aukahlutverk - dómarastétt sjálfstæðismanna. Munið eftir nesti, tómötum og grænmeti, allt er vænt sem er vel grænt - líka Jenný. *koss út í náttmyrkrið*.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ódýrara að lemja löggu, konu og aðra heldur en að segja slæmt um þau.  Er þetta ekki skrýtið.  Barsmíðar og ofbeldi vægir dómar.  Segir t.d rasisti, eða annað sem er eflaust satt um einhvern,  þyngstu dómarnir og mestu fjárbæturnar.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.3.2008 kl. 02:54

2 Smámynd: Tiger

  Já, það er satt Jóna.. þarna er eitthvað mikið að og mikið er kerfið ruglað. Virðist vera meiri glæpur að opna munninn og segja eitthvað heldur en að opna hauskúpuna á einhverjum eða misþyrma manneskju... ótrúlegt.

Tiger, 14.3.2008 kl. 04:59

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sá sem segir að þú sért vitlaus og heimskur, af því að þú hefur aðra skoðun og stendur með henni, veit ekki einu sinni hvað orðið rökræða þýðir. Það er málið, ég þekki slatta af svona fólki og sumu þeirra er beinlínis illa við mig af því að ég er ekki nógu mikil já manneskja til að samþykkja allt sem út vellur, þó án þess að vilja rífast, bara reyna að rökræða.... Og þetta með eldsneytið, er ekki bensínið búið til úr olíu ? Hvernig er hægt að verja það að hráefnið kosti meira en það sem framleitt er úr því ? Spyr sá sem ekki veit....

Njóttu dagsins elsku amma

Jónína Dúadóttir, 14.3.2008 kl. 07:23

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Það er ansi margt öfugsnúið í þessu þjóðfélagi okkar.  Dizzy

Hvenær verður TómatastríðiðFood FightMaður ætti kannski að skella sér suður til að taka þátt í því!

En þar sem ég er mikill dýraverndunarsinni, finnst mér að þú eigir að sleppa því að æfa þig á kisu og bara vera góður við hana Kitty 1

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 14.3.2008 kl. 08:10

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.3.2008 kl. 09:03

6 Smámynd: G Antonia

 já það er "fullt" af óréttmæti og læti í heimi hér, og ég er algjörlega sammála  þér í einu og öllu  svo engar rökræður hér
En.......... það er að komin helgi, og við bara brosum af þessu óréttlæti öllu, og segjum ; Farðu vel inn í helgina, "save og brosandi þá færðu bros á móti, vittu til!!!!
knús á þig **

G Antonia, 14.3.2008 kl. 09:20

7 Smámynd: Solla Guðjóns

LANGAÐI BARA AÐ SEGJA HÆJJJJJJJJJ

Er ekki búin að lesa en geri það þegar ég hef meiri aðgang að tölvu

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 11:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er einhver að kalla þig, einhverjum nöfnum, hva bara fyrir að hafa skoðun á,
hægan!!! Hver er að segja hvað?
Þú ert bara bestur.       
                                    Kærleikskveðjur inn í helgina þína.
                                                   Milla.
 Engan tómata slag.Custom Smiley 




Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2008 kl. 11:07

9 Smámynd: Angelfish

Ég mæti með tómata, er búin að vera æfa á fullu. Sit útá svölum og grýti nágrannana mína.

  

Angelfish, 14.3.2008 kl. 11:21

10 Smámynd: Tiger

 Ójá.. grænmeti er til margra hluta góður, líka í mótmælaskyni...

Jónína Dúa: Knús og kveðjur frá ömmu gömlu inn í helgina... luv.

Ragnheiður Ása: Tómatastríðinu verður líklega bara aflýst, en æfingin skapar meistarann svo um að gera að æfa sig - æfði mig á nágrannakonunni sem neitar að baka handa mér snúða, kötturinn slapp fyrir horn..

Linda Linnet: Knús og kveðja til baka á þig ..

Guðbjörg Antonia: Uss.. ég er alltaf brosandi, léttari lundu er erfitt að finna en hérna. Brosi líka að vandamálum heimsins, í laumi. Knús í helgina til baka.

Ollasak: Alltaf gaman að sjá þig, hææææ til baka... mússímússs.

Milla mín: Uss neinei.. það er svo sem enginn að kalla mig eitthvað misjaft - enda nennir því enginn vegna þess að þeir fá bara broskall til baka. Það finnst engum gaman að rökræða eða rífast við þann sem hlær og skemmtir sér líkt og ég geri ætíð ef mér finnst málefnið léttvægt.. Knús í helgina ljúfust.

Angelfish: Damn, það væri gaman að vera nágranni þinn - þá gætum við æft okkur á hvort öðru, tómatar myndu þá fljúga um hverfið.. jihahaaaa!

Tiger, 14.3.2008 kl. 14:13

11 Smámynd: M

Er eitthv. svo heilaþreytt í dag og komst ekki yfir að lesa allt   Segi bara góða helgi og hafðu það sem allra best.

M, 14.3.2008 kl. 16:28

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég skildi alveg hellíng í þessu & er alveg til í að vera ósammála þér með velflest, ef þú vilt, annars er ég bara á þínu bandi, eða í þínu bandi, nú þá eða bundinn, jafnvel slaufa.

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 17:39

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert frábær og ferlega skemmtilegur frændi sæll.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2008 kl. 19:33

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég skal koma með þér í mótmæla tómatastríð Tící minn. Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 14.3.2008 kl. 21:08

15 Smámynd: Sigrún Óskars

Ekki kasta í köttinn, ég mundi frekar kenna kettinum að kasta tómötum. Þið gætuð kastað í sjónvarpið það er svo leiðinlegt hvort sem er.  Hvenær verður tómatastríðið - ég mæti.

Sigrún Óskars, 14.3.2008 kl. 23:27

16 Smámynd: Tiger

 Ójá, kötturinn slapp en nágrannakonan fékk slatta af tómötum og grænmeti innum gluggann sinn... enda neitaði hún að gefa mér kanelsnúða.

EMM: Bara gaman að sjá þig, hvíldu þig nú og hafðu það gott um helgina ljúfan.

Zteini minn: Hér með lýsi ég þig jólapakkann minn - með slaufu og alles. Elska að opna jólapakka, taka af þeim slaufuna og sjá hvað poppar upp þegar umbúðirnar eru farnar.. wúhúú.

Ásthildur mín elskulegust frænka: Þetta rennur í ættinni - just look at you my Queen! Veit að ég sæki eitthvað gott í legginn til þín .. hehehe.

Huld mín: Þú ert æði, dásamlegt að fá þig í tómatastríð - við getum sko tómatað marga saman sko! Knús í helgina.

Sigrún mín: Kötturinn slapp fyrir horn, en ég náði nágrannakonunni - núna þarf hún ekki að kaupa grænmeti fyrr en um næstu mánaðamót - ég þarf aftur á móti að fara á morgun til að kaupa meira... :)

Móðir í hjáverkum: Yndislegt að sjá þig og mikið er ég feginn að þá ákvaðst að vera kyrr á blogginu. Knús á þig ljúfust og eigðu yndislega helgi.

Tiger, 15.3.2008 kl. 00:42

17 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Váts ertu skyldur Ásthildi! .. !

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.3.2008 kl. 08:48

18 identicon

Fordómar koma af fáfræði og hræðslu en þó eru til undantekningar á því að fordómarnir séu vegna fákunnáttu því nýlega voru veikindi borgarstjóra mikið til umræðu í þjóðfélaginu og þar sem hann er læknir þá er ekki hægt að flokka hans fordóma vegna fákunnáttu og tel ég að að útskýringin um mótbyr (lesist  þunglyndi)  hafi verið hræðsla.  Þeir sem lenda í geðröskunum þurfa sjálfir að snúa þessu ferli við og hætta að fela veikindi sín.  Það er fyrsta skrefið til að berja fordómana niður.  Fólk með geðraskanir eru ekki geymdir lengur í spennitreyjum inná hælum.  Fáfræðin um þessi mál er ekki heldur afsakanleg lengur þar sem allar upplýsingar eru svo mikið aðgengilegri en þær voru með tilkomu netsins. 

Eigðu góða helgi Tígri minn, alltaf gott að lesa pælingarnar þínar og hressandi að fá kommentin þín ...

Maddý (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 139733

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband