Leiðir pönnukökuát til kynlífs - er ég stelpa eða strákur?

  Ok, ég veit að ég er hálf linur, mjúkur og allur pakkinn - en stelpa er ég ekki! Ég er búinn að láta öllum illum látum útum allt bloggið - hreinlega blogga inni í bloggum vina minna og held að flestir hérna á blog.is kannist nú aðeins við lætin í mér... en ég var talinn stelpa af einum bloggvini mínum. En ég elska þessa kerlu samt!

  Síðast þegar ég gáði (núna rétt í þessu) var ég strákur sko - gæti meira segja sent inn myndir (og verið lögsóttur fyrir dónaskap) til sönnunar á því að það er kadddl hérna megin.

  Ok, ég er sko mjúkur og rómantískur skratti - en við karlarnir getum alveg verið lindýr án þess að missa dindilinn.

  Vitið þið hvað. Ég bakaði pönnukökur áðan - sem er svo sem ekkert í frásögur færandi - nema - ég át þær allar sjálfur. Reyndar voru þær ekki nema tuttugu - og með sykri, það flaug einn líter af mjólk með í bolluna mína. Ég er orðinn svo sykraður og sætur - svona semisædur allavega.

  Ætli maður þurfi ekki að fara út að hlaupa bara til að brenna einhverju af þessum sykurbombum - eða - að fara að stunda meira kynlíf - sagt að það brenni svo miklu, kannski ég þurfi heila orgíu til að ná þessum pönnukökum af mér.. en ég tala nú ekki um slíkt hérna - vil ekki að einhver fari að lögsækja mig fyrir eitthvað annað brölt en ofbloggun í athugasemdum bloggvina minna...

   Kæru bloggvinir... Hvað haldið þið? Er ég stelpa eða strákur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Ætti ég kannski að lögsækja stúlkuna - fara fram á skaðabætur fyrir að vera kallaður stelpa - verandi strákur? Muhahaha... ætli hún hætti að vera bloggvinur minn þegar hún kemst að því að ég er strákur en ekki stelpa? Æi, ég vona ekki sko ...

Tiger, 27.2.2008 kl. 23:02

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nei ekki lögsækja hana, hún er líka bloggvinkona mín!!! Ég vissi alltaf að þú værir strákur, mjúkur strákur, þeir eru líka fínir. Þið þurfið ekki allir að vera einhver ógrætandi hörkutól

Huld S. Ringsted, 27.2.2008 kl. 23:39

3 Smámynd: Guðrún Vala Elísdóttir

ertu ekki bara kerling?

Guðrún Vala Elísdóttir, 27.2.2008 kl. 23:39

4 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég votta kórréttara... 

Þessi ezzga er næztmýksti strákurinn í bloggheimum skv. nýlegum mælíngum.

Def male...

Mmmmm, pönnzur ...

Steingrímur Helgason, 27.2.2008 kl. 23:56

5 Smámynd: Tiger

  Huld: Alveg satt, maður getur svo sannarlega verið kappi þó maður sé mjúkur. Er reyndar smá hörkutól, en alveg ófeiminn við tilfinningar, rómantík og linzku. Og nei, ég ætla sko ekki að lögsækja þessa dúrrlu.

Guðrún Vala: Izz...   þorir þú í slag? I would spank ya!

  Perla: Jamm, ég er sko maðurinn. Samt er auðvitað kvenlitningur í okkur öllum hugsa ég - og örugglega karl-litningur í ykkur dömunum. Bananinn segir að hér sé um kaddl að ræða. Ekki deili ég við hann...

Tiger, 28.2.2008 kl. 00:00

6 Smámynd: Tiger

  Steingrímur - þarna kom einn sem er definitly mýkri en ég - en samt svo mikill gaur að það hálfa væri miklu meira en nóg. Nóg af pönnzum hérna Steini ef þú verður á ferðinni með fjölskyldu og mús.. Bara leggja inn pöntun - og ég framleiði eitthvað girnilegt til að skella á borðið.

Tiger, 28.2.2008 kl. 00:04

7 Smámynd: Ragnheiður

Það eru nokkrir kallar, eins og þú, bloggvinir mínir. Allir eiga það sameiginlegt að vera hjartagóðir bangsar, eins og þú.

Ragnheiður , 28.2.2008 kl. 00:32

8 Smámynd: Tiger

Ragnheiður mín - það er að vera hjartagóður bangsi sko... en þess virði. En sko - hvernig væri hægt annað en að vera hjartagóður við stúlkur eins og þig? Varla hægt annað held ég nú... 

Tiger, 28.2.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Brynja skordal

Var nú nokkuð viss um að þú værir karlmaður En já nammi pönnsur og mjólk nú langar mig í og kl langt gengin í 2Góða nótt án þess að fá pönnsur

Brynja skordal, 28.2.2008 kl. 01:39

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Karlmaður auðvitað !!!!! Þarf að ræða það eitthvað ?

Jónína Dúadóttir, 28.2.2008 kl. 06:11

11 Smámynd: Tiger

  Heitar pönnsur á línuna .. æi nei .. ég kláraði þær allar sjálfur.

Brynja: Pönnsur eru alltaf góðar nýbakaðar með mjólk.. mmmmm.

Jónína: There is no dobdt abátitt, a tótal guy over here..

Tiger, 28.2.2008 kl. 13:00

12 Smámynd: Sigrún Óskars

Þú ert pottþétt strákur, mjúkur og elskulegur. Það er bara yndislegt að fá þig í heimsókn á bloggið

Sigrún Óskars, 28.2.2008 kl. 17:02

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm nú veit ég að þú ert strákur  Eiginlega bangsakrútt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.2.2008 kl. 18:09

14 Smámynd: Tiger

  Jamm, sko - ég er strákur!

Sigrún: Takk fyrir, alltaf gaman að kíkja á þig dúlla..

Ásthildur: *knús* ...

Tiger, 28.2.2008 kl. 18:40

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Þú er æði STRÁKUR.....ég held sko að kynlíf leiði til pönnukökuáts og pönnukökuát til orgíu og orgía til pizzaáts og pizz.........djók.

Solla Guðjóns, 28.2.2008 kl. 21:19

16 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Þú ert nú bara Yndislegur!   Ekki veit ég af hverju Ásthildi datt í hug að þú værir kona

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 29.2.2008 kl. 00:30

17 Smámynd: Tiger

  Lífið er yndislegt sko ...

Ollasak: Nú panta ég sko pizzur - margar margar...

Ragnheiður: Elska þig líka sko.. held ég hafi verið of mjúkur og skilningsríkur af gaur að vera sko.. muhahaha..

Tiger, 29.2.2008 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Tiger
Tiger

Ég eyði fúlum og neikvæðum athugasemdum - svo það er tímaeyðsla að henda slíkum fjársjóð hingað inn. Verð hérna bara í flugumynd - lítið sem ekkert sem sagt. Þýðir ekkert að bíta af mér hausinn þrátt fyrir það...

***

Þakka öllum innlitið, en það er ekki þar með sagt að þú sjáir mig spora út síðuna þína!

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu myndir

  • jesumynd
  • jesumynd2
  • jesumynd4
  • blómabeðið
  • blómabeðið
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband